Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöðug virkni í eldgosinu
Víkurfréttamynd: Ísak Finnbogason
Fimmtudagur 21. mars 2024 kl. 14:26

Stöðug virkni í eldgosinu

Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Áfram virðast sömu gosop vera virk og gígar halda áfram að byggjast upp í kringum þau. Hraun flæðir suður af gígunum í virkri hrauná á yfirborði og undir storknuðu yfirborði hraunsins.

Kort21022024

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd sem tekin er úr loftmyndaflugi sem Náttúrufræðistofnun Íslands tók í gær 20. mars um kl. 9 um morgun. Þessi gagnasöfnun er samstarfsverkefni Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Veðurstofu Íslands.

Meðalhraunflæði frá gígunum 17. - 20. mars um 14.5 m3/s

Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Út frá gögnum sem safnað var í því flugi er áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall  2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar. Meðfylgjandi kort sýnir útbreiðslu og þykkt hraunsins eins og það var kortlagt í gærmorgun 20. Mars. Þar sést að hraunið er yfir 16 m þykkt þar sem það er þykkast næst gígunum.

Hraun21032024

Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.

Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið

Lítil aflögun mælist á Svartsengissvæðinu og umhverfis kvikuganginn. Hreyfingar eru það litlar að ekki sjást martækar breytingar milli daga. Það þarf því nokkra daga til viku af mælingum til að meta hvort landris er enn í gangi við Svartsengi. Þó er ljóst strax að kvika sem áður safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. 

Veðurspáin í dag er norðvestan og vestan 8-15 m/s, gasmengun berst til austurs og suðausturs og gæti hennar orðið vart á Suðurlandi, eins í Þorlakshöfn og í Vestmannaeyjum. Norðlægari vindur á morgun (föstudag) og þá berst gasmengun til suðurs og suðausturs og gæti hennar orðið vart í og við Grindavík. Gasdreifingarspá er hér.

Gasdreifing21032024