Stjórnvöld haldi starfsmönnum varnarsvæða upplýstum
				
				Aðalfundur Félags íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli (FÍSK) haldinn 12. júní ályktar: Á síðustu dögum hefur myndast mikið öldurót vegna óvissu um áframhaldandi veru Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Milli skers og báru í þessu máli lenda enn á ný þeir einstaklingar sem daglega sækja vinnu sína á varnarsvæðið og horfa nú margir hverjir kvíðnir til framtíðar.Í þeirra augum og fjölskyldna þeirra eru varnarmál - atvinnumál.  Aðalfundur FÍSK beinir því til íslenskra stjórnvalda að þau haldi starfsmönnum varnarsvæða upplýstum um framgang væntanlegra viðræðna. Jafnframt skorar FÍSK á forsvarsmenn þessara mála að hagur starfsmanna verði ekki fyrir borð borinn, sama hverjar niðurstöður verða.
f.h FÍSK
Óskar Guðjónsson
formaður
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			f.h FÍSK
Óskar Guðjónsson
formaður



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				