Stjórnvöld fá skýrslur um þá Íslendinga sem hugsanlega sýktust af asbestryki
Þrettán íslenskir starfsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa hugsanlega orðið fyrir heilsutjóni vegna asbestmengunar í störfum sínum fyrir Varnarliðið. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta voru sjúkraskýrslur þessara starfsmanna meðal þess sem sérstaklega var tekið fyrir á fundum íslenskra og bandarískra stjórnvalda skömmu áður en Varnarliðið hélt af landi brott.
Það var því eitt af síðustu verkum yfirmanna Varnarliðsins að afhenda íslenska utanríkisráðuneytinu afrit af sjúkraskýrslum mannanna, sem eins og áður segir hafa mögulega sýkst af asbestryki í herstöðinni á Miðnesheiði.
Innöndun asbestryks getur valdið alvarlegum sjúkdómum og er krabbameinsvaldur. Mjög strangar reglur gilda um meðhöndlun efnisins, en asbestryk veldur heilsutjóni.
Bandarísk stjórnvöld eru hins vegar ekki ábyrg fyrir sjúklingunum því samkvæmt samkomulagi íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brotthvarf Varnarliðsins, þá taka Íslendingar á sig alla ábyrgð á málum eftir að Varnarliðið er farið af landi brott.
Bætur til þessara aðila eða ættingja þeirra eru því á ábyrgð íslenskra stjórnvalda.
Eins og áður hefur verið greint frá hér á vef Víkurfrétta fóru engar sjúkraskrár af landi brott við brottför hersins, heldur voru þær geymdar ásamt launabókhaldi hersins í skrifstofuhúsnæði á Keflavíkurflugvelli. Þangað máttu íslensk stjórnvöld nálgast gögnin eftir brottför hersins.
Það var því eitt af síðustu verkum yfirmanna Varnarliðsins að afhenda íslenska utanríkisráðuneytinu afrit af sjúkraskýrslum mannanna, sem eins og áður segir hafa mögulega sýkst af asbestryki í herstöðinni á Miðnesheiði.
Innöndun asbestryks getur valdið alvarlegum sjúkdómum og er krabbameinsvaldur. Mjög strangar reglur gilda um meðhöndlun efnisins, en asbestryk veldur heilsutjóni.
Bandarísk stjórnvöld eru hins vegar ekki ábyrg fyrir sjúklingunum því samkvæmt samkomulagi íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brotthvarf Varnarliðsins, þá taka Íslendingar á sig alla ábyrgð á málum eftir að Varnarliðið er farið af landi brott.
Bætur til þessara aðila eða ættingja þeirra eru því á ábyrgð íslenskra stjórnvalda.
Eins og áður hefur verið greint frá hér á vef Víkurfrétta fóru engar sjúkraskrár af landi brott við brottför hersins, heldur voru þær geymdar ásamt launabókhaldi hersins í skrifstofuhúsnæði á Keflavíkurflugvelli. Þangað máttu íslensk stjórnvöld nálgast gögnin eftir brottför hersins.