Stjörnuskoðunarstöð í Krýsuvík?
 Stjörnuskoðunafélag Seltjarnarness hefur áhuga á að að koma upp stjörnuskoðunarstöð í Krýsuvík. Hugmyndir þess efnis voru nýlega kynntar stjórn Reykjanesfólksvangs.
Stjörnuskoðunafélag Seltjarnarness hefur áhuga á að að koma upp stjörnuskoðunarstöð í Krýsuvík. Hugmyndir þess efnis voru nýlega kynntar stjórn Reykjanesfólksvangs.Frumhugmyndir að þessu verkefni hafa verið kynntar hjá Hafnarfjarðarbæ og verið ágætlega tekið. Stjórn Reykjanesfólksvangs fagnar hugmyndinni en bendir á að í frekari úrvinnslu verði þess gætt að stjörnuskoðunarstöðin verði í samræmi við framtíðarsýn á svæðinu þar sem tekið verði tillit til allra framkvæmda sem tengjast frekari þjónustu vegna útivisar, náttúruverndar og fræðslu. Þetta kemur fram í nýrri fundargerð Reykjanesfólksvangs.
Krýsuvík er vinsælt útivistarsvæði Suðurnesjamanna og höfuðborgarbúa. Þessi ljósmyndari var einn þeirra sem naut veðurblíðunnar þar síðastliðinn laugardag og myndaði fegurð vetrarins á svæðinu. Ísilagt Kleifarvatn í baksýn.
Ljósmynd: elg.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				