Stjórnsýslukæru vísað frá
Stjórnsýslukæru Reynis Þorsteinssonar vegna 103. fundar bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs, sem haldinn var 16. maí 2012, hefur verið vísað frá. Þetta var upplýst á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs í gær.
Reynir kærði sögufrægan bæjarstjórnarfund í Garði, þar sem m.a. Ásmundi Friðrikssyni bæjarstjóra var sagt upp starfi sínu. Fundinum var skyndilega lokað þegar umræður um skýrslu um málefni skólans stóðu sem hæst en fjölmargir íbúar sveitarfélagsins voru á fundinum til að fylgjast með umræðum.
Nú hefur verið úrskurðað um stjórnsýslukæruna og ákveðið að vísa henni frá.