Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stjórnmálamenn standi vörð um almenningssamgöngur á Suðurnesjum
Þriðjudagur 6. október 2015 kl. 12:20

Stjórnmálamenn standi vörð um almenningssamgöngur á Suðurnesjum

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 2.-3. október 2015 skorar á Innanríksráðherra að beita sér fyrir útbótum á lagaumhverfi almenningssamgangna. Nauðsynlegt er að tryggja landshlutasamtökunum einkaleyfi almenningssamgangna eins og kemur fram í samningum milli Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Vegagerðarinnar.

Leggja verður áherslu á að einkaréttur landshlutasamtakanna til að starfrækja almenningssamgöngur á tilleknum leiðum og svæðum og að þeim rétti sé veitt ríkari vernd í lögum. Gera verður skýrari greinarmun á almenningssamgöngum og farþegaflutningum í atvinnuskyni. Skorað er á stjórnmálamenn að standa vörð um almenningssamgöngur á Suðurnesjum sem og landinu öllu og tryggja að almenningssamgöngur séu raunhæfur kostur fyrir almenning.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024