Stjórnendur í öldrunarþjónustu bera saman bækur sínar
Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu heldur sinn árlega vorfund þessa dagana í Reykjanesbæ. Fundinn sækja um 80 aðilar af öllu landinu.
Markmið fundarhaldanna er að kynna stjórnendum ýmsar nýjungar sem og að skoða öldrunarstarf Reykjanesbæjar.
Vilhjálmur Árnason, heimspekiprófessor, Halldór Guðmundsson, félagsráðgjafi, Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara og Kristjana Sigmundsdóttir, félagsráðgjafi héldu erindi um sjálfræði aldraða í dag og á morgun heldur Edda Björgvinsdóttir erindi um samskipti og samvinnu.
VF-mynd Margrét