Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stjórnendur FLE svara ályktun Samtaka verslunar-og þjónustu
Miðvikudagur 29. júní 2005 kl. 09:59

Stjórnendur FLE svara ályktun Samtaka verslunar-og þjónustu

Komuverslun á Keflavíkurflugvelli er í samkeppni við erlendar fríhafnarverslanir.

Í tilefni af ályktun sem Samtök verslunar og þjónustu sendu frá sér um síðustu helgi þar sem mótmælt var stækkun komuverslunar í Leifsstöð vilja stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar benda á að rekstur komuverslunar í Leifsstöð stendur í dag undir stórum hluta af rekstarkostnaði stöðvarinnar. Ef fallist yrði á kröfu Samtaka verslunar og þjónustu um að hætta þessum rekstri myndi það óhjákvæmilega þýða verulega tekjuskerðingu sem þyrfti að mæta með öðrum hætti og þá að líkindum með auknum álögum á ferðaþjónustuna.  Rétt er að benda á að verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er til þæginda og hagsbóta fyrir almenning sem vill nýta sér heimildir til kaupa á tollfrjálsum varningi.

Það er á misskilningi byggt að komuverslunin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé fyrst og fremst í samkeppni við verslun innanlands. Helstu samkeppnisaðilar komuverslunarinnar í flugstöðinni eru fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum
Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnarverslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum og til Íslands. Um leið er það til ómældra þæginda fyrir ferðamenn að þurfa ekki að ferðast með tollfrjálsan varning í flugi á milli landa ef þeir geta keypt hann á jafngóðum eða betri kjörum í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Það er umhugsunarefni að á sama tíma og Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að komuverslun Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli verði lokað eru norskir flugvellir að opna fríhafnarverslanir fyrir ferðamenn sem koma erlendis frá. Þann 1. júlí næst komandi verða fríhafnarverslanir fyrir komufarþega opnaðar á millilandaflugvöllum í Noregi. 

Það er mat stjórnenda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar að ef farið yrði að kröfum Samtaka verslunar og þjónustu væri annars vegar verið að færa verslun úr landinu og leggja af tekjustofn sem lettir undir við rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hins vegar væri verið að draga úr þýðingarmikilli þjónustu við ferðamenn og fækka störfum verslunarfólks á Suðurnesjum. Varla getur það verið keppikefli Samtaka verslunar og þjónustu.

Stjórn FLE.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024