Stjórnarþingmaður lýsir efasemdum um breytingar á Keflavíkurflugvelli
Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, lýsti efasemdum um áformaðar breytingar á lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum í umræðum á fyrsta fundi Alþingis eftir páskaleyfi í dag. Eyjan.is greinir frá þessu í dag.
Lúðvík sagðist sérstaklega hafa efasemdir um breytingar á samstarfi tollgæslu og löggæslu og kvaðst telja að gera þurfi ríkar kröfur til vandlegs og faglegs undirbúnings málsins. Hann sagði að samstarf lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli hefði tekist mjög vel og embættið hefði fengið viðurkenningar frá fjölmiðlum og fleirum, - þeir hefðu m.a. verið valdir menn ársins - og mjög mikilvægt sé að gera breytingar af þessu tagi að vandlega yfirveguðu ráði og eyðileggja ekki þann árangur sem náðst hafi.