Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stjórnarmenn og eigendur sátu beggja megin borðsins
Miðvikudagur 21. október 2009 kl. 11:23

Stjórnarmenn og eigendur sátu beggja megin borðsins


Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ÁSAR-Captial ehf í Grindavík til að greiða þrotabúi City Star Airlines ehf rúmar níu milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Dómurinn riftir þannig gjörningi þriggja fyrrum sjórnarmanna í City Star Airlines, sem nú er gjaldþrota, en þeir voru jafnframt eigendur og stjórnarmenn í Ásar-Capital. Einn þeirra er núverandi bæjarfulltrúi í Grindavík.

Nokkrir athafnamenn á Suðurnesjamenn áttu hlutafé í flugrekstarfélaginu City Star Airlines en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2008. Kröfur í búið námu rúmum 339 milljónum króna. Í febrúar það sama ár greindu fjölmiðlar frá óánægju hluthafa sem vildu láta rannsaka bókhald félagsins en fengu ekki.

Samkvæmt dómsskjölum gerðu City Star Airlines og ÁSAR Capital með sér lánasamning í janúar 2008 þar sem ÁSAR lánaði City Star 9 milljónir króna vegna rekstrarvanda flugfélagsins. Greiða hafi átt lánið eigi síðar en þann 25. janúar 2008 og skyldi það bera 18-21% vexti samkvæmt samþykki stjórna beggja samningsaðila.

Í dóminum segir að óumdeilt sé að framkvæmdastjóri og stjórnarmaður City Star Airlines á þessum tíma, Rúnar Fossádal Árnason, hafi verið og sé enn stjórnarformaður og einn eigenda ÁSAR Capital. Þá sé upplýst að þeir Sigmar Júlíus Eðvarðsson og Atli Georg Árnason, sem einnig sátu í stjórn City Star Ailines á þessum tíma, séu eigendur og sitji í stjórn ÁSAR Capital en Atli Georg sé jafnframt framkvæmdastjóri stefnda.

Lánið var ekki veðtryggt, en stefndi (ÁSAR Capital) áskildi sér rétt til að tryggja endurgreiðslu lánsins með veði í eigum stefnanda (City Star), t.d. í einni af flugvélum félagsins, ef misbrestur yrði á endurgreiðslu lánsins.

Hinn 31. janúar 2009 gaf stefnandi út tryggingarbréf þar sem tvær nánar tilgreindar flugvélar stefnanda voru settar að veði til tryggingar áðurgreindu láni frá stefnda. Bréfið var móttekið til skrásetningar í flugvéladagbók sýslumannsins í Reykjavík hinn 6. febrúar 2008.

Um svipið leyti virðist stefnandi hafa selt Loganair Ltd. hlut sinn í fyrirtækinu Caledonian Airborne Engineering Ltd. Hinn 6. mars 2008 gerðu stefnandi og Loganair Ltd. svokallaðan vörslusamning við Logos lögmannsþjónustu um að ráðstafa söluandvirðinu til nánar tilgreindra aðila. Hinn 10. mars 2008 voru gerðar viðbætur við samninginn að beiðni framkvæmdastjóra stefnanda, sem jafnframt var stjórnarformaður stefnda, þar sem m.a. var kveðið á um að greiða skyldi upp áðurgreint rekstrarlán stefnda til stefnanda að fjárhæð 9.233.013 krónur og var það gert daginn eftir eða hinn 11. mars. Tveimur dögum síðar eða hinn 12. mars var fyrrgreint tryggingarbréf fellt niður og það afmáð úr þinglýsingarbókum að beiðni stefnanda.

Þá þykir ljós, samkvæmt dómsorði, að veðréttur Ásar Capital í nánar tilgreindum flugvélum City Star Airlines, samkvæmt tryggingarbréfi, sem stefndi fékk 21 degi eftir að stofnað var til skuldarinnar og sex dögum eftir að hún féll í gjalddaga, en jafnframt þremur og hálfum mánuði fyrir frestdag, var riftanlegur samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum.



Dóm héraðsdóms í heild má nálgast hér:

Tengdar fréttir:

Sala flugvéla úr þrotabúi City Star Airlines rannsökuð

Hluthafar City Star Airlines óánægðir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

City Star hætt starfsemi