Stjórn SpKef fundar – ætlar að berjast fyrir lífi sjóðsins
Stjórn SpKef sparisjóðs situr nú á fundi eftir hádegi vegna hugsanlegrar yfirtöku nýja Landsbankans á sjóðnum. „Vitað er að stjórn sjóðsins ætlar að berjast fyrir tilveru hans og framtíð.
Samkvæmt fréttum annarra fjölmiðla virðist þó fátt koma í veg fyrir að þessi gjörningur verði að veruleika.
Stjórnin SpKef var ekkert inni í málum varðandi þessa hugmynd og þingmenn svæðisins komu af fjöllum þegar þessi tíðindi bárust í gær. Vf.is hefur reynt að fá viðbrögð frá þingmönnum svæðisins í ríkisstjórn, þeim Oddnýju Harðardóttur, formanni fjárlaganefndar og Björgvini G. Sigurðssyni en þau hafa ekki svarað tölvupósti eða símtölum fréttamanna vf.is
„Nú er megin málið að standa með starfsfólki SpKef en óháð efni málsins var framkoma þeirra ráðherra sem láku upplýsingum af ríkisstjórnarfundi óafsakanleg. Þeim er alveg sama um starfsfólk SpKef og fjölskyldur þess. Með lekanum var líka verið að koma Steingrími illa. Ég trúi ekki að hann hafi viljað koma svona fram við starfsfólk og íbúa“, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar á Facebook í morgun.
Von er á einhverjum fréttum frá stjórn Spkef sparisjóðs síðar í dag.