Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 31. október 2003 kl. 14:45

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ályktar um uppsagnir

Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var í gær var fjallað um uppsagnir starfsmanna hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og samþykkti stjórnin eftirfarandi bókun:

„Stjórn SSS lýsir áhyggjum af fjöldauppsögnum varnarliðisins á Keflavíkurflugvelli.  Stjórnin telur brýnt að fá viðræður við stjórnvöld um atvinnumál á svæðinu og nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.“ Bókunin hefur þegar verið send ráðherrum og þingmönnum Suðurkjördæmis.

Á fundinum skipti ný stjórn með sér verkum og var Reynir Sveinsson kjörinn formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024