Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stjórn OR samþykkir HS-samkomulagið
Þriðjudagur 17. júlí 2007 kl. 00:55

Stjórn OR samþykkir HS-samkomulagið

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti fyrr í dag viljayfirlýsinguna sem gerð var í síðustu viku um eignarhald í Hitaveitu Suðurnesja. Eyjan segir frá þessu í kvöld.

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, sagði í samtali við Eyjuna að viljayfirlýsingin hefði verið samþykkt með atkvæðum stjórnarmanna með þeirri undantekningu að Margrét Sverrisdóttir, sem er varamaður Svandísar Savarsdóttur í stjórn OR, sat hjá.

Guðmundur sagði að áður en samþykktin öðlaðist endanlega gildi þyrftu eigendur Orkuveitunnar að samþykkja hana sem þýðir að bæjarstjórnirnar i Reykjavík, á Akranesi og í Borgarbyggð þurfa að fjalla um málið.

 

Eins og flestir vita er með þessu samkomulagi tryggt að Reykjanesbær eigi einn ráðandi hlut í fyrirtækinu, með um 35% hlut, en Geysir Green Energy annars vegar og OR og Hafnarfjörður hinsvegar, munu eiga um 32% hvort um sig.

H: www.eyjan.is

Mynd: Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024