Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stillt verður upp á framboðslista Samfylkingar í Reykjanesbæ
Oddný Harðardóttir, Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson.
Miðvikudagur 6. desember 2017 kl. 14:48

Stillt verður upp á framboðslista Samfylkingar í Reykjanesbæ

Stillt verður upp á framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar sem fram fara á næsta ári. Skipuð var uppstillingarnefnd á félagsfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var 2. desember síðastliðinn, en nefndin skal skila tillögu um framboðslista sem lögð verður fyrir félagsfund fljótlega á nýju ári.

Þeir sem hafa áhuga á að taka sæti á listanum eða vilja stinga upp á mögulegum frambjóðendum er bent á að senda uppstillingarnefndinni skilaboð í gegnum Facebook-síðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðasta laugardagskaffi Jafnaðarmanna verður haldið næstkomandi laugardag í Samfósalnum að Víkurbraut 13 við Keflvíkurhöfn kl. 10:30.