Miðvikudagur 7. maí 2003 kl. 08:53
Stillt veður í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt, 3-10 m/s, en hægari suðaustlæg eða breytileg átt á morgun. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en skýjað með köflum og að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 12 stig að deginum, hlýjast norðanlands.