Stígvélin full af hassi!
Tæplega tvítug stúlka var á laugardag handtekin á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu rúmlega kíló af hassi í stígvélum hennar. Við leit fundust einnig um 65 grömm af amfetamíni í snyrtitösku.Hassið var falið í skósólunum en hafði einnig verið stungið niður með fótleggjum stúlkunnar ofan í stígvélin. Hún var með belgískt vegabréf og var að koma með síðdegisfluginu frá París þegar hún var stöðvuð í reglubundnu eftirliti, að sögn Kára Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu í morgun. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og hefur stúlkan verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 23. apríl nk. Gera má ráð fyrir að stúlkan sé "burðardýr" fíkniefnanna sem aðrir hafa keypt og skipulagt innflutningin til landsins og sölu.