Stigi vekur mikla athygli á björgunartækjasýningu
Í dag hófst almannavarnaræfingin „Samvörður 2002“ en æfingin er hluti af alþjóðlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Atlantshafsbandalagsins og er þriðja Samvarðaræfingin sem haldin er á Íslandi. Fjölmörg NATO ríki taka þátt í æfingunni, s.s. Danmörk, Eistland, Rúmenía og Úzbekistan svo fá ein séu nefnd en um 20 lönd taka þátt í þessari björgunaræfingu á einhvern hátt. Sýning á ýmsum björgunarsveitartækjum frá Íslandi og öðrum löndum stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli þar sem fulltrúar þjóðanna eru að skoða og kynna sér tækin.
Á sýningunni kennir margra grasa, t.d. eru þarna alls kyns bifreiðar til björgunarstarfa og tjöld en það sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra björgunarsveitarmanna er ál-stigi sem hægt er að brjóta saman, í skjalatöskustærð. Áttu menn ekki til orð yfir því hvernig hægt væri að minnka stigann svo mikið og hópuðust menn í kringum stigan og vildu prófa hann og taka af honum myndir.
Þess má geta að Vestmannaeyjar verða aðal vettvangur æfinganna enda taldar ákjósanlegur staður fyrir slíka æfingu þar sem eldgosið 1973 á að geta auðveldað þátttakendum að bæta við ímyndunaraflið en annars fer æfingin fram um allt land að einhverju leiti. Æfingin stendur yfir til 30. júní.
Á sýningunni kennir margra grasa, t.d. eru þarna alls kyns bifreiðar til björgunarstarfa og tjöld en það sem vakið hefur hvað mesta athygli erlendra björgunarsveitarmanna er ál-stigi sem hægt er að brjóta saman, í skjalatöskustærð. Áttu menn ekki til orð yfir því hvernig hægt væri að minnka stigann svo mikið og hópuðust menn í kringum stigan og vildu prófa hann og taka af honum myndir.
Þess má geta að Vestmannaeyjar verða aðal vettvangur æfinganna enda taldar ákjósanlegur staður fyrir slíka æfingu þar sem eldgosið 1973 á að geta auðveldað þátttakendum að bæta við ímyndunaraflið en annars fer æfingin fram um allt land að einhverju leiti. Æfingin stendur yfir til 30. júní.