Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stígandi VE keyptur til Suðurnesja
Stígandi VE verður Marberg GK 717. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 24. febrúar 2016 kl. 06:00

Stígandi VE keyptur til Suðurnesja

Báturinn Stígandi VE hefur verið seldur til Suðurnesja. Kaupandi er Marbrá ehf. í eigu Bergs Þórs Eggertssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Nesfisks í Garði. Frá þessu var greint á vefnum aflafrettir.is.

Í viðtali við Aflafréttir segir Bergur að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvernig báturinn verði nýttur. Bátnum fylgja nokkur veiðarfæri og er hann svo til klár til veiða.

Báturinn mun fá nafnið Marberg og einkennisstafina GK 717. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024