Stífar æfingar hjá björgunarsveitum
Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum eru í stífum æfingum þessa dagana. Fyrir helgi var haldin samæfing björgunarsveita þar sem notkun fluglínutækja var æfð við Seltjörn. Fluglínutækin hafa bjargað lífi ótal sjómanna við Íslandsstrendur áður en björgunarþyrlur komu til sögunnar og leystu tækin af hólmi - að mestu leiti. Hins vegar þarf þekking á þessum tækjum að vera til staðar, því þær aðstæður geta skapast að þyrlunnar njóti ekki við og þá eru fluglínutækin líflína sjómanna við land.
Nánar um þessa björgunaræfingu í Víkurfréttum á fimmtudaginn
Mynd: Björgunarsveitarmenn með rauð blys við Seltjörn sl. miðvikudagskvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson