Stíf sunnanátt
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir suðaustan 10-18 m/s og rigningu með köflum með morgninum. Sunnan 8-15 og skúrir í kvöld og á morgun. Hiti 5 til 10 stig í dag, en síðan 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Suðvestan 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 1 til 7 stig. Víða él um kvöldið og kólnandi veður.
Á sunnudag:
Suðvestan 10-18 m/s og él, en bjartviðri A-lands. Hiti nálægt frostmarki.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt og él, en úrkomulítið sunnantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða él. Áfram fremur kalt í veðri.