Stíf norðanátt í dag
 Klukkan 6 var stíf norðaustanátt og snjókoma austanlands og við norðurströndina. Kaldast var 3ja stiga frost á Möðrudal og í Svartárkoti, en hlýjast 7 stiga hiti á Fagurhólsmýri.
Klukkan 6 var stíf norðaustanátt og snjókoma austanlands og við norðurströndina. Kaldast var 3ja stiga frost á Möðrudal og í Svartárkoti, en hlýjast 7 stiga hiti á Fagurhólsmýri.Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Viðvörun: búist er við stormi (meira en 20 m/s) suðaustanlands og á Miðhálendinu.
Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en stormur í fyrstu suðaustanlands. Slydda eða rigning austantil á landinu og snjókoma eða él fyrir norðan, en þurrt suðvestanlands. Fer að lægja í nótt. Norðan 8-13 og él á morgun, en léttskýjað sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum, mildast syðst.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				