STFS semur við ríkið
Starfsmannafélag Suðurnesja skrifaði í fyrrakvöld undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsakynnum Ríkissáttasemjara.
Samningurinn tekur til félagsmanna hjá STFS sem starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er hann á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu fyrir ríkisstarfsmenn innan BSRB.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum og greitt um hann atkvæði á fundi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 4. apríl kl. 16.30
Af vef Reykjanesbæjar
Samningurinn tekur til félagsmanna hjá STFS sem starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er hann á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu fyrir ríkisstarfsmenn innan BSRB.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum og greitt um hann atkvæði á fundi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 4. apríl kl. 16.30
Af vef Reykjanesbæjar