Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

STFS og ríkið náðu að semja
Laugardagur 10. september 2005 kl. 21:48

STFS og ríkið náðu að semja

Starfsmannafélag Suðurnesja og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning síðdegis í gær. Samþykkt var að innleiða nýtt starfsmatskerfi sem leiðir til um 3% launahækkunar helmings starfsmanna sveitarfélaganna.

Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. apríl sl. til 1. desember 2008. Samningurinn nær til um 450 starfsmanna á Suðurnesjum og segir Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, samninginn sambærilegan við þá sem önnur starfsmannafélög hafa verið að gera.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024