STFS og ríkið náðu að semja
Starfsmannafélag Suðurnesja og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning síðdegis í gær. Samþykkt var að innleiða nýtt starfsmatskerfi sem leiðir til um 3% launahækkunar helmings starfsmanna sveitarfélaganna.
Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. apríl sl. til 1. desember 2008. Samningurinn nær til um 450 starfsmanna á Suðurnesjum og segir Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, samninginn sambærilegan við þá sem önnur starfsmannafélög hafa verið að gera.
Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. apríl sl. til 1. desember 2008. Samningurinn nær til um 450 starfsmanna á Suðurnesjum og segir Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, samninginn sambærilegan við þá sem önnur starfsmannafélög hafa verið að gera.