Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

STFS: 76% samþykktu kjarasamning
Þriðjudagur 20. september 2005 kl. 11:09

STFS: 76% samþykktu kjarasamning

Í gær var haldinn kynningarfundur um kjarasamning Starfsmannafélags Suðurnesja og Launanefndar sveitarfélaga. Í lok fundarins var atkvæðagreiðsla um samninginn sem fór þannig. 111 félagsmenn greiddu atkvæði, 84 eða 76% samþykktu samninginn, á móti voru 24 eða 22% og 3 seðlar voru auðir eða 2%. Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2005 til 30. nóvember 2008.

Launatafla hækkar um 4,5% frá 1. apríl s.l. Kostnaðarmat samningsins er rúm 22%. Samningurinn tekur til 450 félagsmanna hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum og stofnana þeirra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024