Steypuvinna í blíðunni
Þótt byggingastarfsemi hafi dregist mikið saman eftir Hrun er samt ekki algjör ördeyða í þeirri atvinnugrein eins og sjá mátti í Grindavík í gærmorgun. Þar voru steypubílar um víðan völl að dæla steypu í iðnaðarhverfi þeirra Grindvíkinga.
Annars vegar var verið að steypa plötu í nýja fiskverkun austan við Stakkavík en húsnæðið er um 930 fermetrar. Verktaki er HH smíði.
Hins vegar var verið að steypa plötu fyrir verkstæði og geymsluhúsnæði sem er um 490 fermetrar við Staðarsund. Verktaki er Grandsmíði í Grindavík.
Myndir/www.grindavik.is