Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steypustöðin horfin
Föstudagur 5. maí 2006 kl. 17:10

Steypustöðin horfin

Steypustöðin að Fitjum hefur nú horfið á brott, en starfsmenn Hringrásar slógu niður síðustu standandi leifar hússins sem hefur staðið ónotað í nokkur ár.

Á svæðinu er gert ráð fyrir útivistarsvæði í framhaldi af því sem þegar er búið að útbúa á Fitjum. Þá hafa verið umræður milli bæjaryfirvalda og Hitaveitu Suðurnesja um að nýjar höfuðstöðvar HS rísi þar. Þau mál eru hins vegar enn á hugmyndastigi. Væntanleg bygging yrði þó ekkert háhýsi og í samræmi við deiliskipulag Ásahverfisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024