Steypumótum og olíu stolið
Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum um stuld á steypumótum um helgina. Þegar flytja átti mótin milli staða kom í ljós að hluti þeirra var horfinn, svo og klemmur, stoðir og ýmislegt fleira. Þá var tilkynnt um stuld á olíu af vinnutækjum á vinnusvæði við Reykjanesvirkjun. Olíunni var stolið af beltagröfu og tveimur öðrum vinnutækjum þar. Ekki er ljóst um hve mikið magn var að ræða. Málið er í rannsókn.