Steypa kantstein í Grindavík
Sumarið er tími ýmissa framkvæmda. Gangastígagerð verður fyrirferðamikil í Grindavík í sumar og meðal annars verður settur kantsteinn víða áður en gangstéttarnar verða lagðar.
Myndin var tekin við tjaldsvæðið í Grindavík í gær þar sem var verið að steypa kantstein í blíðskaparveðri, segir á vef Grindavíkurbæjar.