Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sterkur jarðskjálfti við Krísuvík
Mánudagur 6. mars 2006 kl. 15:43

Sterkur jarðskjálfti við Krísuvík

Jarðskjálfti að styrkleika 4.6 á Richterkvarða varð á Reykjanesi 7.7 km aust-norðaustur af Krísuvík á þriðja tímanum í dag.

Skjálftans var vart víða á suðvesturhorni landsins og hermir visir.is m.a. að húsgögn hafi færst úr stað í Hafnarfirði og rúða brotnaði í heimahúsi í Garðabæ. Þá kemur fram á vef Morgunblaðsins að þingmaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson hafi gagnrýnt það að dagskrá Ríkisútvarpsins hafi ekki verið rofin til að koma upplýsingum áleiðis til landsmanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024