Laugardagur 16. janúar 2010 kl. 17:04
Sterkur eftirskjálfti á Haiti: Íslenska björgunarsveitin heil á húfi
Fregnir hafa borist af því að nokkuð stór eftirskjálfti hafi orðið á Haiti og segja erlendir miðlar frá því að hann hafi sett strik reikninginn í vinnu björgunarliðs. Haft hefur verið samband við Íslensku alþjóðasveitina og hefur fengist staðfest að allir úr íslenska hópnum séu heilir á húfi.