Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sterkir jarðskjálftar 45 km. SV af Reykjanesi
Skjálftarnir eru 45 km. SV af Reykjanesi
Laugardagur 16. nóvember 2019 kl. 18:05

Sterkir jarðskjálftar 45 km. SV af Reykjanesi

Í morgun hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg og upp úr hádegi mældust nokkrir skjálftar stærri en 3,0 að stærð á skömmum tíma. Stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,5 að stærð og varð kl. 13:17. Skjálftarnir eru staðsettir um 45 km SV af Reykjanesi. Tugir minni skjálfta hafa mælst í kjölfar stærri skjálftanna og halda áfram að mælast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist á Reykjanesskaga, Höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Síðast mældust jarðskjálftar af svipaðri stærð á Reykjaneshrygg í júní 2018 og snörp jarðskjálftahrina varð á svipuðum slóðum í júní og júlí 2015 en þá mældist stærsti skjálftinn 5,0 að stærð.