Sterk staða HS Veitna
Skiluðu 806 milljóna króna hagnaði á árinu 2022
HS Veitur skiluðu 806 milljóna króna hagnaði á árinu 2022 en aðalfundur félagsins fór fram nýlega. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og horfur góðar að því er kemur fram í frétt frá HS Veitum.
Hagnaður 2022 var örlítið minni en árið á undan en heildarhagnaður 2022 nam rétt rúmum 2 milljörðum króna að teknu tilliti til endurmats fastafjármuna upp á 1.600 millj. kr. Hagnaður fyrir fjármagnsliði (Ebita) var 3,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall er 44,5%. Þá var veltufjárhlutfall 1,61% 31. desember 2022 sem er aðeins hærra á árið á undan.
Reykjanesbær er sem fyrr með meirihlutaeign í félaginu, eða 50,10%. HSV Eignarhaldsfélag slhf. á 49,80% og Suðurnesjabær 0,10%.
Páll Erland tók við stöðu forstjóra HS Veitna í byrjun árs þegar Júlíus Jón Jónsson hætti störfum eftir um fjörutíu ár.