Sterk lyf á almannafæri
Kona á göngu sinni í Innri-Njarðvík við Njarðvíkurbraut rakst á innkaupapoka á rölti sínu í dag. Í pokanum voru fjórar fullar pakkningar af lyfseðilsskildum sprautulyfjum sem mjög líklega hefur verið tekið ófrjálsri hendi úr lyfjakistu í skipi.
Um var að ræða sterkt verkjalyf sem nefnist Petidín sem hefur svipaða eiginleika og morfín, Phenergan sem er notað gegn spennu og kvíða og minniháttar taugaveiklun og svo Adrenaline sprautulyf sem notað er meðal annars til að örva hjartslátt.
VF-Mynd: Af pakkningunum sem fundust í Innri-Njarðvík