Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 17. apríl 2001 kl. 21:00

Steraneysla hefur aukist hjá ungum karlmönnum

Mikið magn stera og annara ólöglegra fíknefna hefur verið haldlagt af lögreglu frá áramótum. Ljóst er að steraneysla hefur aukist mjög hjá ungum karlmönnum á Suðurnesjum miðað við magn haldlagðra stera.


Miðað við árið 2000 hefur mikil aukning orðið bæði hvað varðar fjölda mála og magn efna að sögn Rúnars Árnasonar fíkniefnalögreglumanns í Keflavík. Það sem af er þessu ári hafa 27 aðilar komið við sögu þeirra 12 mála sem lögreglu hafa borist. Mesta aukning hefur orðið á hassi en í ár hefur verið lagt hald á 882 gr. miðað við 14 gr. allt árið 2000. Í fyrra var hinsvegar lagt hald á 554 gr. af marijúana en þetta árið hafa 3 gr. verið tekin. Magn amfetamíns hefur hins vegar aukist, 1,5 gr. árið 2000 en 3 gr. fyrstu þrjá mánuði ársins 2001. Þá lagði lögreglan hald á 102 stk. e-taflna í fyrra en á þessu ári hefur 1 tafla komið í leitirnar.
Eitt þessara mála er innflutningur á miklu magni af hassi.Þrír aðilar tengjast málinu sem er enn í rannsókn og miðar rannsókninni vel. „Upphaf málsins er að rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík fékk veður af miklu magni af hassi í umferð. Fljótlega féll grunur á þá sem tengjast málinu og á meðan undirbúningsvinna stóð yfir fundu börn í Keflavík 827 gr. af hassi falið í malarnámu norðan við Heiðarholt í Keflavík“ segir Rúnar. Um er að ræða innflutning á hassi frá Kaupmannahöfn s.l. haust og aftur í mars. Tveir af þeim þrem aðilum sem tengjast málinu voru starfsmenn Flugleiða á þessu tímabili. Mennirnir notuðu starfsaðstöðu sína til að koma efninu fyrir um borð í flugvél Flugleiða sem var að koma frá Kaupmannahöfn þar sem mennirnir höfðu keypt efnið. Þetta mál er eitt það stærsta sem hefur komi upp á Suðurnesjum ef Keflavíkurflugvöllur er undanskilinn.
Önnur mál eru minni auk þess sem nokkrir hafa verið handteknir með tæki og tól til neyslu en engin fíkniefni.Þeir sem hafa upplýsingar um fíkniefni geta hringt í síma 420-2469, hvort sem er undir nafni eða ekki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024