Stendur ekki til að selja tæki HSS
Ekki stendur til að selja tæki í eigu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu við fyrirspurn visir.is.
Í ályktun sem Starfsmannafélag Suðurnesja sendi frá sér í morgun segir að „heyrst hafi að ráðuneytið hyggist afla sér fjár með því að selja hluta af tækjum stofnunarinnar, þeirra á meðal tæki sem fyrirtæki og félagasamtök hafa gefið HSS með góðum hug,“ eins og segir orðrétt í ályktuninni.
Í svari ráðuneytis við fyrirspurn visir.is er þessu vísað á bug og bent á að það sé stjórn stofnunarinnar sem taki allar ákvarðanir um sölu á tækjum og tólum og ekki sé vitað til þess að slíkt standi til.
Tengd frétt:
Ótrúlegur hringlandaháttur ríkisvaldsins gagnvart HSS