Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stemmning og jólafjör á Þorláksmessu í miðbænum
Sunnudagur 25. desember 2005 kl. 22:41

Stemmning og jólafjör á Þorláksmessu í miðbænum

Það var mikil stemmning á Þorláksmessu í miðbæ Keflavíkur enda veðrið með afbrigðum gott. Margir lögðu leið sína í fjörið þar sem jólasveinar og jólahljómsveit Reykjanesbæjar voru í sannkölluðu jólastuði. Skyrgámur, hinn eini sanni, hitti börn og fullorðna og hann og hinir jólasveinarnir færðu börnunum sælgætispoka eins og þeir hafa gert á Þorláksmessukvöld undanfarin ár. Margir verslunareigenda voru ánægðir með jólaverslunina þó hún hafi að margra mati farið seinna af stað í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024