Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stelur þú túlípönum?
Miðvikudagur 1. júní 2005 kl. 13:31

Stelur þú túlípönum?

Svo virðist sem að fólk hafi ekki efni á túlípönum þessa dagana en borið hefur á því að fólk rífi túlípana af hringtorgum og blómakerum víðsvegar um bæinn. Ljósmyndin er tekin á hringtorginu við DUUS hús en þar hefur fólk tekið túlípana ófrjálsri hendi með tilheyrandi sóðaskap.

Blaðamaður Víkurfrétta varð vitni að því þegar fólk keyrði hringtorgið og stoppaði bifreið sína til að hleypa farþega út. Sá hljóp út á hringtorg, greip nokkra túlípana og fór svo aftur inn í bifreiðina sem ók síðan burt.

Eflaust halda margir að þarna sé um unglinga að ræða en fólkið sem blaðamaðurinn sá var á miðjum aldri.

Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar hefur yfirumsjón með þessum túlípönum en starfsmenn þar á bæ eru orðlausir. Finnst þeim það ótrúlegt að fólk á miðjum aldri skuli stunda þessa iðju. Túlípanarnir setja skemmtilegan sumarsvip á bæinn og ættu að vera látnir í friði.

Myndin: Töluvert af túlípönum hefur verið stolið af hringtorgum bæjarins VF-mynd: Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024