Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Steinunn á skjánum í vetur
Fimmtudagur 14. október 2004 kl. 15:11

Steinunn á skjánum í vetur

Fegurðardrottningin, háskólaneminn, dansarinn og nú dagskrárgerðarkonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur alla tíð verið atorkumikil. Nú er hún komin upp í Efstaleiti til þess að stjórna sjónvarpsþættinum Óp með þeim Kristjáni Inga Gunnarssyni og Þóru Tómasdóttur. Þátturinn verður á dagskrá á miðvikudagskvöldum í vetur og í gær fór fyrsti þátturinn í loftið. Víkurfréttir tóku dugnaðarforkinn Steinunni tali. 

Hvernig vildi það til að þú gerðist dagskrárgerðarkona?
Þegar sjónvarpið ákvað að fara af stað með nýjan þátt sniðinn að ungu fólki voru
um 20 manns kallaðir í prufu. Ég var ein af þeim sem fékk símtal og
ákvað að slá til. Síðan var þessi hópur smátt og smátt minnkaður
eftir að við höfðum leikið eftir allskyns listir og loks var 3ja manna
hópurinn ákveðinn.

Hvernig líst þér á það að vinna við sjónvarp?
Mér líst rosalega vel á þetta. Auðvitað er maður samt örlítið kvíðin en það er bara eðlilegt. Ég
held að mikilvægast sé að hafa skemmtilegt í vinnunni því það skilar sér
á skjánum.

Var vinna við sjónvarp eitthvað sem þú hafðir stefnt að?
Nei, reyndar ekki. En þegar maður fær svona tækifæri þýðir ekkert annað en að slá til.

Hvernig sjónvarpsþátt verðið þið með?
Þátturinn heitir Óp og er á dagsskrá á miðvikudagskvöldum beint á eftir Bráðavaktinni:) Þetta er
fjölbreyttur þáttur, við gerum eiginlega allt sem okkur dettur í hug og
finnst skemmtilegt. Fjöllum mikið um kvikmyndir og tónlist ásamt öllu
því skemmtilega sem er að gerast.

Er þetta einhvers konar framtíðarvettvangur í þínum huga?
Guð minn góður ég hef bara ekki hugmynd um það. Ætli maður sendi ekki fyrsta
þáttinn út og sjái útkomuna áður en maður fer að hugsa um settið sem
framtíðarvettvang. En að sjálfsögðu vonar maður það besta.

Þú ert í beinni og mismælir þig hrikalega, hvað tekur þú til ráða?
Þá bara leiðréttir maður sig og brosir. Ef rétt málfar kemst að lokum til
skila verður maður bara að vona að áhorfandinn hafi lært eitthvað af
málvillunni, ekki satt!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024