Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steinninn í innsiglunginn verður fjarlægður
Fimmtudagur 6. febrúar 2003 kl. 15:34

Steinninn í innsiglunginn verður fjarlægður

Samið hefur verið við Sjóverk um að fjarlægja steininn stóra sem fannst í innsiglingunni til Grindavíkur um síðustu helgi. Búið er að útvega allan nauðsynlegan búnað og verður ráðist í verkið um leið og veður leyfir.
Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri í Grindavík, segir að eftir á að hyggja sé það mesta mildi að ekki skuli hafa orðið óhöpp í innsiglingunni vegna steinsins, segir á vefnum skip.is.Ekki sé þó við neinn að sakast í þessum efnum. Eftir að innsiglingin til Grindavíkur var dýpkuð árið 1997 hafi verið reynt að ganga úr skugga um að ekkert hefði orðið eftir en tækjabúnaðurinn sem notaður var hafi einfaldlega ekki fundið umræddan stein: „Eitt höfum við þó lært af þessu en það er að það er nauðsynlegt fyrir Sjómælingar Íslands að hafa aðgang að fjölgeisla sónarbúnaði eins og þeim sem varð til þess að vekja athygli manna á því að það væri ekki allt með felldu í innsiglingunni,“ segir Sverrir Vilbergsson.

Þess má geta að frétta Skipa.is um steininn í innsiglingunni hefur vakið töluverða athygli í Færeyjum enda var það færeyskt fyrirtæki, J & K Petersen, sem sá um dýpkun innsiglingarinnar í samvinnu við Hagtak. Einn eigenda færeyska fyrirtækisins er John Petersen fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja. M.a. er fjallað um málið í Dimmalætting í dag.


Fleiri fréttir á skip.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024