Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steinn í Sandgerðishöfn skemmdi skrúfu björgunarskips á leið í útkall
Svona er steinninn eftir átökin við skrúfu björgunarskipsins.
Mánudagur 29. október 2018 kl. 21:57

Steinn í Sandgerðishöfn skemmdi skrúfu björgunarskips á leið í útkall

Litlu mátti muna að illa færi þegar björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein fór í útkall á forgangi fyrir helgi þegar fiskiskipið Valþór GK var vélarvana við Garðskaga og rak í átt að landi. Þegar björgunarskiðið fór frá bryggju í Sandgerði fór skrúfa þess í stein í höfinnni sem notaður er sem ankeri fyrir flotbryggju í höfninni.
 
Atvikið varð ekki til þess að stöðva björgunarskipið en það gat hins vegar ekki lokið verkefni sínu. Áhöfn Hannesar Þ. Hafstein tókst að koma taug í Valþór GK og draga hann áleiðis til Keflavíkur. Í Leirunni varð hins vegar að fá annað skip til að taka við drættinum og tók Vonin KE 10 við drættinum og kom Valþóri til hafnar.
 
Myndir af björgunarskipinu og skrúfu þess má sjá á fésbókinni í hópnum Gömul íslensk skip. Þar kemur fram að skrúfan sé skemmd og einnig tenging á milli öxuls og gírs og ljóst að tjónið er mikið.
 
Á síðunni kemur einnig fram að þetta sé ekki fyrsta skrúfan sem svona fer fyrir á þessum steini í höfninni í Sandgerði og því verður það örugglega eitt af fyrstu verkum nýs hafnarstjóra Sandgerðishafnar að ráðast í úrbætur og finna aðrar leiðir til að festa flotbryggjuna í höfninni.

FRAMHALD NEÐAN VIÐ MYNDINA

 
Áhöfn Valþórs GK hefði þurft að treysta á björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, hefði björugnarskipið verið úr leik með skemmda skrúfu, því enginn annar bátur var nálægur þegar Valþór varð vélarvana eftir að hafa fengið í skrúfuna.

Bátinn rak að landi en á þeim tíma sem það tók að koma björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein frá Sandgerði og að Valþóri við Garðskaga þá hafði hann rekið um 0,2 sjómílur í átt að landi.

Áhöfn Valþórs GK setti út ankeri sem kom í veg fyrir að skipið ræki nær landi.

Hins vegar var verulega vont í sjóinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið upp á meðan björgunaraðgerðum stóð.
 
AÐ NEÐAN ER MYNDSKEIÐ FRÁ BJÖRGUNARAÐGERÐUM
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024