Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steindir gluggar afhentir í Sandgerði í gær
Mánudagur 10. júní 2002 kl. 08:50

Steindir gluggar afhentir í Sandgerði í gær

Jóhanna Sigurjónsdóttir færði safnaðarheimili Hvalsneskirkju sjö steinda glugga sem hafa verið settir upp í sal safnaðarheimilsins. Það var fjölmennt í guðsþjónustunni í gær en sóknarnefnd Hvalsneskirkju bauð upp á léttar veitingar í tilefni dagsins auk þess sem að kórinn söng nokkur vel valinn lög.


Gluggarnir eru mikil prýði fyrir safnaðarheimilið en það var listakonan Halla Haraldsdóttir sem hannaði þá og hélt hún einng stutta ræðu í tilefni dagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024