Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Steinar á batavegi
Laugardagur 23. október 2004 kl. 18:15

Steinar á batavegi

Steinar Örn Magnússon, slökkviliðsmaður úr Keflavík sem særðist í sprengjuárás í Kabúl í dag, er á batavegi og verður sennilega útskrifaður á morgun. Hann hafi fengið sprengjubrot í hönd og fót, en þau hafa verið fjarlægð.

Í samtali við Víkurfréttir í kvöld sagði Lára Magnúsdóttir, systir Steinars, að hann hafi borið sig vel þegar Soffía, eiginkona hans, talaði við hann í dag „Þetta er auðvitað sjokkerandi fyrir okkur öll, en það er gott að vita að hann er óhultur.“

Steinar og félagar hans héldu utan í enda ágústmánaðar og munu snúa aftur heim eftir 40 daga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024