Stefnumótun í málefnum nýbúa
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt skipan starfshóps sem á að vinna að stefnu í málefnum nýbúa í bæjarfélaginu.María Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi var valinn formaður hópsins en í honum sitja einnig Helga Sigrún Harðardóttir, atvinnumálafulltrúi hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar og Berglind Bjarnadóttir, forstöðumaður Fjörheima.