Stefnumótun í málefnum aldarðra í Grindavík
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að skipa félagsmálastjóra, frístunda- og menningarfulltrúa og formann félagsmálaráðs í starfshóp til að taka út þjónustu við eldri borgara í Grindavík. Úttektin dragi fram það sem vel er gert og hvað má betur fara varðandi einstaka þjónustuþætti. Á grundvelli úttektarinnar verði lögð fram stefnumótun í málefnum eldri borgara í Grindavík. Lagðar skulu fram tillögur um skipulag þjónustunnar og skal sérstaklega horft til þess hvort ekki megi samþætta þjónustuna, starfsmönnum og þjónustuþegum til hagsbóta, segir í fundargerð bæjarráðs. Hópurinn skili tillögum eigi síðar en 1. nóvember 2010.