Stefnt að skólahaldi á mánudagsmorgun - þó ekki í fjölbraut
Stefnt er að því að skólahald á Suðurnesjum hefjist eftir helgina þó svo ekkert heitt vatn sé og m.a. verði notast verði við hitablásara í skólunum. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að send verði út tilkynning þess efnis síðar í dag, sunnudag.
Halldóra segir að flestir aðilar sem þurfi að geta verið með starfsemi í tengslum við skólahaldið séu klárir, eins og ræstingaaðilar og Skólamatur. „Þannig að við vonumst til að geta haldið úti skólastarfsemi,“ sagði Halldóra í spjalli við VF.
Ekki verður skólahald í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á mánudagsmorgun þar sem ekki er heitt vatn og kalda vatnið hefur verið tekið af. Reynt verður að haldi úti fjarkennslu þar sem það er hægt.