Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefnt að opnun Stapaskóla haustið 2020
Helgi Arnarsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs útskýrir fyrir fundarfólki. Kjartan Már bæjarstjóri á bakvið. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 24. janúar 2019 kl. 07:00

Stefnt að opnun Stapaskóla haustið 2020

Langstærsta framkvæmd sveitarfélagsins næstu árin

Stefnt er að opnun Stapaskóla í Innri-Njarðvík haustið 2020 en á kynningarfundi með íbúum og foreldrum í síðustu viku kom fram að stefnt sé að því að fullnaðarhönnun annars áfanga, sem verður íþróttahús og sundlaug, fari fram á þessu ári og að vonandi verði hægt að hefja framkvæmdir við hann í beinu framhaldi.

Fjöldi fólks mætti á kynningarfundinn sem fram fór í Akurskóla, tók virkan þátt í umræðum og spurðu forsvarsmenn bæjarins um mörg mál sem varða framkvæmdina. Þeir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, Guðlaugur S. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs, og Helgi Arnarsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs, fóru yfir stöðu mála og svöruðu spurningum en eins og kunnugt er þá tafði kærumál vegna útboðs framkvæmdir um eitt ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta verður langstærsta framkvæmd sveitarfélagsins næstu árin. Framkvæmdir við fyrsta áfanga, grunnskólann sjálfan, eru hafnar og ganga vel. Þriðji og síðasti áfanginn verður leikskólahluti byggingarinnar.

Auglýst hefur verið eftir skólastjóra Stapaskóla en nemendur verða frá tveggja ára aldri.