Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefnt að aðgerðum við Wilson Muuga á annan í jólum
Mánudagur 25. desember 2006 kl. 22:00

Stefnt að aðgerðum við Wilson Muuga á annan í jólum

Umhverfisstofnun segir stefnt að því, að hefjast handa við frekari aðgerðir í strandaða flutningaskipinu Wilson Muuga þegar á öðrum degi jóla en veðurspá er góð fyrir þann dag. Í gær var svipast um eftir því hvort fuglar á svæðinu hefðu lent í olíu og sáust 3 æðarfuglar á skeri, sem kynnu að vera olíublautir, að því Morgunblaðið greinir frá.

Fulltrúar frá Umhverfisstofnun flugu yfir strandstað og næsta umhverfi í gær ásamt fuglafræðingi frá Náttúrufræðistofnun Íslands og fulltrúa frá Olíudreifingu sem seig niður á skipið og kannaði hvort breyting hafi orðið á því frá því á Þorláksmessu.

Enn berst olíuslikja frá vélarrúmi skipsins og liggur upp að landi. Svartolían sem lak út á Þorláksmessu er hins vegar horfin.

 

Mynd: Wilson Muuga á strandstað að morgni Þorláksmessu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024