Stefnt á hallalausan rekstur
Sveitarstjórn Voga hækkar ekki útsvar á næsta ári umfram þá hækkun sem fylgja mun sem tekjustofn frá ríkinu við tilfærsluna á málefnum fatlaðra. Útsvarshlutfallið hefur verið 13,28%. Með tilfæslunni mun það hækka í 14,28% en ríkið mun lækka tekjuskatt á móti þannig að ekki komi til almennra skattahækkana.
Fjáhagsáætlun 2011 og þriggja ára ætlun kom til fyrri umræðu í bæjarstjórn fyrir helgi. Helstu markmiðin í henni eru hallalaus rekstur næstu tvö árin en heimilt verður að nýta vaxtatekjur Framfarasjóðs til rekstrar. Á næsta ári muni veltufé frá rekstru nægja að minnsta kosti til afborgana lána. Árið 2013 verði rekstur sveitarfélagsins fyrir fjármagsliði og afskriftir í jafnvægi, þ.e. engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstrar heldur eingöngu til fjárfestinga og/eða uppgreiðslu lána. Árið 2014 er reiknað með að reksturinn skili 15% framlegð.