Stefnir í ágætis áramótaveður
Samkvæmt veðurspá stefnir í þokkalegasta áramótaveður. Að vísu má búast við frosti í norðanáttinni en fremur hægum vindi. Það ætti því að verða ágætis flugeldaveður. Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir norðaustanátt, 3-8 m/s og éljum. Norðan 8-13 og bjartviðri á morgun. Frost 1 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Norðaustan 3-8 m/s og él í dag. Norðan 8-13 og úrkomulítið á morgun. Frost 3 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s og él, einkum við norðausturströndina, en bjartviðri sunnantil á landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum.
Á miðvikudag og fimmtudag (gamlársdagur):
Fremur hæg norðanátt og víða bjart veður, en sums staðar él við ströndina. Áfram kalt í veðri.
Á föstudag (nýársdagur) og laugardag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-lands. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst.