Stefnan að ljúka tvöföldun 2004
Borgarafundi um flýtingu á tvöföldun Reykjanesbrautarinn, sem haldin var í Stapa í Njarðvík, er nýlokið. Um þúsund manns mættu á fundinn og fór hann í alla staði vel fram. Niðurstaða fundarins var sú að allt yrði gert til þess að hægt yrði að ljúka tvöföldun 2004. Hér á vf.is er ítarleg umfjöllun frá borgarafundinum.
Fundarmenn lögðu fram ályktun sem samþykkt var. Þar er skorað á stjórnvöld að taka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir við endurskoðun vegaáætlunar nú í vor og flýta framkvæmdum miðað við núgildandi vegaáætlun. Miðað er við að verkinu ljúki á næstu fjórum árum. „Leitað verði leiða til að fjármagna verkið utan vegáætlunar eins og góð fordæmi eru fyrir í íslenskri vegagerð“, eins og segir í lokaorðum ályktunarinnar.
Fundurinn hófst á því að Steinþór Jónsson bauð gesti velkomna og opnaði fundinn. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Árni Johnsen formaður samgöngunefndar Alþingis og þingmenn kjördæmisins Hjálmar Árnason (B), Sigríður Jóhannesdóttir (S), Kristján Pálsson (D), Árni Ragnar Árnason (D)og Árni Mathiesen (D) fluttu stutt ávörp í upphafi fundarins og svöruðu síðan fyrirspurnum úr sal. Fundarstjóri var Sigmundur Ernir Rúnarsson og stjórnaði hann fundinum af mikilli röggsemi. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri sat einnig fyrir svörum.
Þingmenn voru sammála um að pólitískur vilji væri hjá öllum þingmönnum fyrir að verkinu yrði lokið sem fyrst. Sumir nefndu ártalið 2004 en aðrir vildu gefa sem fæstar yfirlýsingar en lofuðu að gera sitt til þess að ljúka tvöföldun Brautarinnar á sem skemmstum tíma.
Fundarmenn lögðu fram ályktun sem samþykkt var. Þar er skorað á stjórnvöld að taka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir við endurskoðun vegaáætlunar nú í vor og flýta framkvæmdum miðað við núgildandi vegaáætlun. Miðað er við að verkinu ljúki á næstu fjórum árum. „Leitað verði leiða til að fjármagna verkið utan vegáætlunar eins og góð fordæmi eru fyrir í íslenskri vegagerð“, eins og segir í lokaorðum ályktunarinnar.
Fundurinn hófst á því að Steinþór Jónsson bauð gesti velkomna og opnaði fundinn. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Árni Johnsen formaður samgöngunefndar Alþingis og þingmenn kjördæmisins Hjálmar Árnason (B), Sigríður Jóhannesdóttir (S), Kristján Pálsson (D), Árni Ragnar Árnason (D)og Árni Mathiesen (D) fluttu stutt ávörp í upphafi fundarins og svöruðu síðan fyrirspurnum úr sal. Fundarstjóri var Sigmundur Ernir Rúnarsson og stjórnaði hann fundinum af mikilli röggsemi. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri sat einnig fyrir svörum.
Þingmenn voru sammála um að pólitískur vilji væri hjá öllum þingmönnum fyrir að verkinu yrði lokið sem fyrst. Sumir nefndu ártalið 2004 en aðrir vildu gefa sem fæstar yfirlýsingar en lofuðu að gera sitt til þess að ljúka tvöföldun Brautarinnar á sem skemmstum tíma.